Í sumar hefur verið mikil umferð um Húsabakka. Þar hafa að venju verið ættarmót og gönguhópar, en einnig hefur ,,lausatraffik“ verið meiri en áður. Húsabakki er aðili að Ferðakortinu sem hefur gert það að verkum að tjaldsvæðið hefur verið mun betur nýtt en áður. Allt gistirými á Húsabakka hefur verið endurnýjað og í vor fjölgaði rýmum með uppbúnum rúmum í 60. Auk þess eru svefnpokapláss. Nú er stefnt að því að koma upp betri þurrkaðstöðu fyrir göngufólk. Hægt er að kaupa veitingar á Húsabakka en best er að láta vita fyrirfram ef áhugi er á slíku.
Í sumar voru ,,skólahúsin“máluð og áfram verið unnið við umhverfið, m.a. tásustíginn sem þróast áfram, nú síðast með golfkúlustubb.
Sýningin Friðland fuglanna er í sífelldri þróun þannig að þangað má stöðugt sækja nýjan fróðleik og skemmtun. Sýningin er samtvinnuð við Friðland Svarfdæla en ný göngukort sem gefin voru út af Dalvíkurbyggð sýna meðal annars tvær gönguleiðir þar og hefst önnur þeirra á Húsabakka. Tilvalið fyrir fjölskylduna og allt fuglaáhugafólk.