Á síðasta fundi byggðaráðs þann 18. febrúar síðastliðinn var fjallað um erindi Golfklúbbsins Hamars vegna framtíðar golfvallarmála í Dalvíkurbyggð.
Í fundargerðinni kemur fram að nú í byrjun ársins 2016 hafi komið út skýrsla þar sem bornir eru saman möguleikar á áframhaldandi uppbyggingu golfvallar í Arnarholti, Svarfaðardal, á móti þeim möguleika að ráðast í byggingu nýs golfvallar í fólkvangi Dalvíkurbyggðar út frá skíðaskálanum Brekkuseli. Skýrslan var unnin af Edwin Roald, golfvallahönnuði.
Þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér nánar skýrsluna geta smellt á linkinn hérna fyrir aftan Skýrsla um framtíð golfaðstöðu í Dalvíkurbyggð