Framkvæmdir sumarsins 2014

Nú er sumarið komið og eins og oft áður verður það vel nýtt fyrir ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Eins er verið að leggja grunninn að öðrum framkvæmdum með ýmiskonar skipulags og hönnunarvinnu. Til upplýsingar fyrir íbúa eru eftirfarandi framkvæmdir og skipulags/hönnunarvinna á framkvæmdaáætlun sumarsins:

Framkvæmdir Eignasjóðs:

  • Ungó verður einangrað og múrað að utan ásamt því að settir verða nýir gluggar og hurðir.
  • Við Víkurröst verður settur upp rampur til að tryggja aðgengi allra og eins verður lyfta sett í húsið.
  • Við Árskógsskóla verður aðgengi við ramp bætt með handriði ofl.


Götur og gangstéttir:

  • Tröppur við ferjubryggju á Árskógsströnd.
  • Frágangur á Kumlateig við Gunnarsbraut.
  • Stígur milli Hjarðarslóðar og Svarfaðarbrautar.
  • Lýsing við göngustíg frá Dalbæ að kirkju ofl.
  • Hluti gangstéttar  í Hringtúni í átt að Hólavegi.
  • Flutningur á hraðahindrun efst í Mímisvegi.
  • Göngustígur sunnan Öldugötu, Árskógi.
  • Yfirlögn á hluta Grundargötu að ofan.

Skipulag og nýbyggingar:

  • Unnið er að nýju skipulagi frístundarbyggðar að Hamri.
  • Deiliskipulag við Dalbæ er í endurskoðun.
  • Nýtt deiliskipulag er í vinnslu fyrir hafnarsvæðið á Dalvík.
  • Unnið er að deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli.
  • Vinna er hafin við hönnun á viðbyggingu við Krílakot og eins hönnun á endurbótum við sundlaug Dalvíkur.