Vinnuhópur um mótun læsisstefnu fyrir Dalvíkurbyggð stendur að fræðslufundi um læsi og lestrarnám í Menningarhúsinu Bergi í dag, þriðjudaginn 12. september kl. 17:00 – 18:15. Hann er ætlaður öllum áhugasömum um málþroska, lestur og læsi, s.s. foreldrum, ömmum, öfum, frændum og fænkum því allir í umhverfi barna geta haft áhrif á þróun lestrarnáms þeirra.
Erindi flytja Magnea K. Helgadóttir grunnskólakennari, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri, Gunnhildur H. Birnisdóttir verkefnastjóri sérkennslu og Björk Hólm Þorsteinsdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns.