Fræðsluerindi - Berjarunnar og rósir

Fræðsluerindi
 
Berjarunnar og rósir
 
Garðyrkjufélag Íslands í samstarfi við Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð efna til fræðsluerindis í Tjarnarborg Ólafsfirði þriðjudagskvöldið 12. febrúar kl. 19:30.
 
Kristinn H. Þorsteinsson fræðslu- og verkefnastjóri Garðyrkjufélagsins flytur erindi sem hann nefnir „Berjarunnar og rósir“. Fjallað um nokkra helstu lykilþætti hvernig hægt er að auka blómgun og aldinmyndun berjarunna og rósa með grisjun og klippingum.
 
Nánari upplýsingar á heimasíðu Garðyrkjufélagsins www.gardurinn.is
 
Verð kr 1,000 kr og 500 kr. fyrir félagsmenn í GÍ.
 
Allir velkomnir