Foreldravika verður vikuna 21 – 25 september og við viljum fá sem flesta flesta foreldra og forráðamenn í heimsókn þessa viku. Öllum foreldrum og forráðamönnum verður sent aðgangsorð að visku mánudaginn 14. September og get því kynnt sér betur markmiðasamningana fyrir foreldraviku.
Í foreldravikunni verðu farið yfir markmiðasamninga sem nemandi, kennarar og foreldra gera sín á milli fyrir skólaárið 2015 – 2016, hér fyrir neðan er nánari lýsing.
Á hverju ári gera nemendur og kennarar tónlistarskólans markmiðasamninga.Samningunum, sem gerðir eru í foreldravikunni, er ætlað að auka frumkvæði nemenda og frelsi til þess að hafa áhrif á eigin nám og verkefnaval.
Nemendur geta þá komið með óskir um verkefni og tónlist sem þeir vilja vinna í um veturinn í samráði við kennara sem sjá svo um að brjóta markmiðin niður og gera nemendum grein fyrir því hvaða aðgerðir þurfa að fylgja til að markmiðunum verði náð.
Markmiðasamningarnir eru gerðir í Visku og er nemendum og forráðamönnum ætlað að fylla inn reitinn um "markmið með orðum nemandans" áður en foreldraviðtalið á sér stað. Mikilvægt er að forráðamenn ræði við unga nemendur um óskir og áhuga áður en viðtölin eiga sér stað.
Í foreldravikunni verður hægt að ná tali af skólastjóra og deildastjóra ef þörf er á, foreldra og forráðamenn eru beðnir að hafa samband með netpósti maggi@dalvikurbyggd.is og valdi@dalvikurbyggd.is til að skipuleggja viðtalstíma.