Sunnudaginn 28. desember hélt Hrossaræktarfélag Svarfaðardals og nágrennis hina árlegu folaldasýningu. 35 folöld voru skráð til leiks. 21 hryssa og 14 hestar. Þar mátti meðal annars sjá nokkur afkvæmi Markúsar frá Langholtsparti, Álfs frá Selfossi, Arons og Dags frá Strandarhöfði svo einhverjir séu nefndir. Sýningin tókst vel og margir áhorfendur fylgdust með og tóku þátt í vali á efnilegustu folöldunum.
Þá var sýndur ungur stóðhestur, Stjörnustæll frá Dalvík, jarpstjörnóttur undan Ramma frá Búlandi og Sögu frá Dalvík. Stjörnustæll vann folaldasýningu í Hringsholti veturinn 2007, en eigendur hans eru Baldur Óskar Þórarinsson og Guðmundur Óli Gunnarsson
Úrslit á folaldasýningunni voru eftirfarandi:
Hryssur:
1. Skriða frá Ytra-Garðshorni
Móðir: Salka frá Syðra-Garðshorni
Faðir: Valur frá Höskuldsstöðum
Eigandi; Kristrún Lilja Sveinsdóttir
2. Gleði frá Dalvík
Móðir: Blæja frá Veðramóti
Faðir: Erró frá Lækjarmóti
Eigandi: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir
3. Eldíng frá Dalvík
Móðir: Sara frá Dalvík
Faðir: Aron frá Strandarhöfði
Eigandi: Baldur Þórarinsson
Hestar:
1. Nói frá Hrafnsstöðum
Móðir: Gáta frá Hrafnsstöðum
Faðir: Álfur frá Selfossi
Eigandi: Zophonías Jónmundsson
2. Sjóli frá Jarðbrú
Móðir: Spenna frá Dæli
Faðir: Markús frá Langholtsparti
Eigendur: Þorsteinn Hólm og Þröstur Karlsson
3-4. Ás Eyfjörð frá Bakka
Móðir: Milla frá Bakka
Faðir: Álfur frá Selfossi
Eigandi: Þór Ingvason
3-4. Garpur frá Grund
Móðir: Sýn frá Laugasteini
Faðir: Álfur frá Selfossi
Eigandi: Atli Þór Friðriksson og Friðrik Þórarinsson
Frétt fengin af www.dagur.net