Fjölskyldan saman á Fiskideginum mikla,

Fjölskyldan saman á Fiskideginum mikla,

Fjölbreyttasti matseðill frá upphafi, Indverskur taandoori ofn, stærsta pitsa landsins, filsur, Omega 3 grænmetisréttur, forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytuir vinátturæðuna, varðskipið Þór, risaknús syngjum saman, fiskisúpukvöldið og ein umfangsmesta tónlistarveisla sem haldin hefur verið á Íslandi.

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er nú haldinn í 16. sinn. Frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. Ennfremur er allur matur og skemmtan á hátíðarsvæðinu ókeypis.

Almenn dagskrá í bænum 2016
Dagskrárliðir á hátíðarsvæðinu 2016

Vináttukeðjan 2016 – Vígsla Krílakots - Syngjum saman
Vináttukeðjan er um klukkustundarlöng dagskrá. Dagskráin hefst á vígslu nýrrar viðbyggingar við leikskólann Krílakot. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur vináttukeðjuræðuna 2016. Leikskólabörnin syngja, Blítt og létt hópurinn frá Vestmannaeyjum syngur og stjórnar “syngjum saman brekkusöngsstemmningu” Friðrik Ómar, Gyða Jóhannesdóttir og karlaraddir úr Dalvíkurbyggð ljúka dagskránni að venju með “Mömmu” laginu. Börnin fá vináttufána. Knúskorti og vináttuböndum verður dreift, flugeldum skotið upp. Að venju verður risaknús til þess að leggja vináttu og náungakærleikslínur fyrir helgina.

Fiskisúpukvöldið haldið í tólfta sinn
Fiskisúpukvöldið er nú haldið í tólfta sinn, þetta er viðburður sem hefur svo sannarlega slegið í gegn. Heimamenn bjóða gestum og gangandi uppá mismunandi fiskisúpur í heimahúsum, görðum eða á götum úti. Súpukvöldið hefst að vanda kl. 20:15

Fiskidagurinn mikli sjálfur
Á sjálfum Fiskideginum mikla, laugardeginum 6. ágúst milli kl. 11:00 og 17:00 verður að vanda margt í boði. Stundvíslega kl. 11:00, opna allar matarstöðvar og dagskráin hefst.
Varðskipið Þór verður sérstakur heiðursgestur af hafi, og verður til sýnis við bryggjuna.

Fjölbreyttasti matseðill frá upphafi.
Matseðill Fiskidagsins í ár er sá fjölbreyttasti frá uppafi eða í 16 ár. Þar má að sjáfsögðu finna gamla og góða rétti þar má nefna ljúffenga síld og rúgbrauð, harðfisk, fersku rækjurnar góðu og fiskborgarana þar sem að verulega öflug grillsveit griller en líkt og á síðasta ári sameinast árgangur 1966 sem hefur staðið vaktina í mörg ár árgangi 1965 sem þýðir einfaldlega enn meiri gleði. Nýtt á matseðlinum verður grafin bleikja og mun yfirkokkur dagsins Friðrik V. og hans fólk stýra þeim bás, tandoori bleikja með naan brauði og það eru snillingarnir frá Indian Curry Hut á Akureyri sem heilla gesti dagsins með sinni snilli, Akureyri FISH og Reykjavík FISH koma með Fish and chips, það verða nýjar sósur og kryddblöndur á fisknum sem verður á grillstöðvunum. Nú verður sérbas með rækjusalatinu góða í boði Dögunar. NINGS fjölskyldan mætir með risasúpupottinn þar sem að boðið verður uppá austurlenska rækju og bleikjusúpu, Grímur Kokkur kemur frá Eyjum með glúteinlausar, mjólkurlausar og eggjalausar fiskibollur og sérstakan OMEGA 3 grænmetisrétt. Aðstoðarkokkur Fiskidagsins mikla Addi Yellow stýrir sasimistöðinni þar sem að bleikja og hrefna verða í boði. Sæplast býður uppá stærstu pitsu landsins eða 120 tommur hvert stykki í samvinnu við Greifann Akureyri, Ektafisk og Fiskidaginn mikla. Kaffibrennslan býður uppá besta kaffið eða svartan Rúbín, Íspinnarnir frá Samhentum Umbúðamiðlun klikka aldrei Samherji býður uppá sælgæti

Matseðinn Fiskidagsins Mikla 2016

Barnadagskrá
Að venju er vel hugsað um börnin já eða fjölskylduna alla á fjölskylduhátíðinni Fiskidagurinn mikli. Meðal dagskrárliða sem eru sérstaklega hugsuð fyrir börn eru: Brúðubíllinn í boði KEA, Íþróttaálfurinn, Halla hrekkjusvín, Siggi sæti og Solla stirða og BMX brós í boði Samherja, Leikhópurinn Lotta með Litaland, teikniveröld, kúlufótboltaspilið í boði Vífilfells og fleira.

Samherji og Fiskidagurinn bjóða börnum að skapa nýja fiskiveröld
Náttúran hefur skapað marga fiskana og í hafinu leynast þúsundir tegunda. Samherji veiðir t.d. um 50 þeirra. Á Fiskidaginn mikla milli kl 11.00 og 17.00 í salthúsinu verður börnum boðið að skapa og nota hugmyndaflugið til að búa til enn fleiri fiska. Börn á öllum aldri eru hvött til að teikna fisk, gefa honum nafn og hengja hann upp og allir sem skila mynd fá Prins póló.

Fiskasýningin
Skarphéðinn Ásbjörnsson áhugamaður um fiska er veiðimaður mikill og hefur staðið fyrir í afar áhugaverðri fiskasýningu á Fiskidaginn mikla. Þar eru sýndir ferskir fiskar á ís. Nú í ár verður Kragháfurinn sem er einn sjaldgæfasti fiskur í heimi sýndur uppstoppaður. Þess má geta að hákarlinn á sýningunni verður skorinn kl. 15:00.

Nýr öflugur aðili í hóp góðra aðalstyrktaraðila
Í ár hefur Fiskidagurinn Mikli fengið til liðs við sig í hóp aðalstyrktaraðila hátíðarinnar heildverslun Ásbjörns Ólafssonar. Allt meðlæti, olíur, sósur, grænmeti og fleira verður í boði þeirra. Hlutverk og stefna Ásbjörns Ólafssonar ehf. er að bjóða íslenskum markaði úrvals vörur og gæta þess að sérhvert vörumerki sem félagið hefur umboð fyrir njóti sterkrar stöðu hjá neytendum. Það er meðal annars gert með því að að þjónusta viðskiptavini á besta mögulegan hátt með góðum vörum og góðri, persónulegri þjónustu.Enda eru gildir Ásbjörns Ólafssonar ehf. Traust -- Fagmennska -- Gleði -- Árangur

Kvöldtónleikar og flugeldasýning í boði Samherja
Enn á ný er lagt af stað með stórtónleika að kvöldi Fiskidagsins mikla. Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Samherja, RIGG viðburðafyrirtækis Friðriks Ómars, Fiskidagsins Mikla, ,Exton og fl. Á fimmta tug tæknimanna, söngvara og hljóðfæraleikara taka þátt í þesari stór sýningu sem er að öllum líkindum ein sú stærsta og viðamesta sem hefur verið sett upp á Íslandi. Meðal þeirra sem koma fram eru heimamennirnir Friðrik Ómar, Matti Matt og Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Salka Sól, Laddi, Jóhanna Guðrún, Stefán Jakobsson, Dagur Sigurðsson, Gissur Páll Gissurarson, Selma Björns, Regína Ósk, Karlakór Dalvíkur, Salka kvennakór, Helena Eyjólfsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir, KK, BMX hjólreiðasnillingar og stórhljómsveit Rigg viðburða. Dagskráin endar með risaflugeldasýningu sem að snillingarnir í björgunarsveitinni á Dalvík sjá um, sýningin er einnig í boði Samherja.

18 ára og yngri mega ekki tjalda nema í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum. Það eru ekki viðmið heldur lög.

Það er von aðstandenda Fiskidagsins mikla að allir skemmti sér vel, njóti matarins og þeirra atriða sem í boði eru. Sérstaklega vonumst við til þess að allir eigi góðar og ljúfar stundir með fjölskyldunni og vinum. Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð þar sem hvorki er pláss fyrir dóp né drykkjulæti og leggja aðstandendur mikla áherslu á að íbúar eða gestir hafi ekki áfengi um hönd á auglýstum dagskrárliðum Fiskidagsins mikla. Frá upphafi höfum við haft frábæra gesti sem hafa gengið einstaklega vel um og fyrir það viljum við þakka sérstaklega.

Matseðilinn, dagskrá, aðrar almennar upplýsingar og fréttir má skoða á heimasíðu dagsins www.fiskidagurinnmikli.is .


Meðfylgjandi:
Matseðillinn 2016, dagskrár (þrjú skjöl) og myndir. (Ljósmyndari HSH)