Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2009 var afgreidd 18. desember sl. Samstaða var um áætlunina sem var unnin sameiginlega af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn.
Útsvarsprósenta í Dalvíkurbyggð verður 13,28%. Fasteignaskattar eru óbreyttir á milli ára, gjaldskrá hitveitu og vatnsveitu hækka skv. vísitölu sem og leiga á íbúðum í eigu sveitarfélagsins.
Verð á skólamat er óbreytt og hefur þá verið óbreytt frá því um mitt ár 2007 og gjöld í tónlistarskóla og leikskóla hækka ekki. Gjald vegna heimaþjónustu er einnig óbreytt. Áfram er ókeypis í Sundlaug Dalvíkur fyrir börn og ungmenni. Áætlað er að A hluti fjárhagsáætlunar 2009 verði með rétt tæpl. 100 m kr. afgang og samanteknir A og B hlutar eru með afgang uppá tæplega 26 m kr. Gert er ráð fyrir að í árslok verði handbært fé um 134 m kr
Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2009
Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2009 var afgreidd 18. desember sl. Samstaða var um áætlunina sem var unnin sameiginlega af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn.
Nokkrar breytingar urðu á fjárhagsáætlun ársins 2009 frá því bæjarstjórn tók hana til fyrri umræðu 9. desember sl.en frá þeim tíma samþykkti ríkisstjórnin að Jöfnunarsjóður fái einn milljarð í aukaframlag, að B hluti fasteignaskatta verði 1,32% og að hámarks útsvar verði 13,28%.
Bæjarstjórn samþykkti að útsvarsprósenta í Dalvíkurbyggð fyrir árið 2009 verði 13,28%. Við þá ákvörðun var það ekki síst haft í huga að gildandi reglur um aukaframlag úr Jöfnunarsjóði gera kröfur um fullnýtingu tekjustofna sbr. reglur Jöfnunarsjóðs nr. 526/2008 um úthlutun aukaframlags til sveitarfélaga.
Fasteignaskattar eru óbreyttir á milli ára, gjaldskrá hitveitu og vatnsveitu hækka skv. vísitölu sem og leiga á íbúðum í eigu sveitarfélagsins.
Verð á skólamat er óbreytt og hefur þá verið óbreytt frá því um mitt ár 2007 og gjöld í tónlistarskóla og leikskóla hækka ekki. Þá er rétt að minna á að ókeypis er í Sundlaug Dalvíkur fyrir börn og ungmenni.
Grunnur rekstraráætlunar aðalsjóðs 2009, er fryst endurskoðuð áætlun 2008. Þó er tekið tillit til óhjákvæmilegra breytinga svo sem í launalið en ákveðin hagræðingarkrafa sett á öll svið þannig að þrátt fyrir launabreytingar munar einungis rúmlega 3% til hækkunar á milli ára í rekstri aðalsjóðs. Laun bæjarfulltrúa og nefndalaun eru fryst.
Tekjuhluti áætlunarinnar er varfærinn. Útsvar var skorið niður vegna þorskniðurskurðar við áætlanagerð 2008 og er gert ráð fyrir sömu krónutölu fyrir 2009 og 2008. Ef atvinnulífið heldur þeim styrk sem það nú sýnir má ætla að útsvarsáætlun þessarar áætlunar sé a.m.k. traust. Gert er ráð fyrir að Dalvíkurbyggð fái kr. 50 m vegna aukaframlags Jöfnunarsjóðs sem er 20 m kr. minna en 2008. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að framlög Jöfnunarsjóðs lækki um 10%.
Miðað við þessar forsendur er A hluti fjárhagsáætlunar 2009 með rétt tæpl 100 m kr. afgang og samanteknir A og B hlutar með afgang uppá tæplega 26 m kr. Gert er ráð fyrir að í árslok verði handbært fé um 134 m kr.
Bygging íþróttahúss er haldið áfram skv. 3 ára áætlun. Að öðru leyti eru framkvæmdir á vegum sveitarfélagins einkum í umhverfisverkefnum og viðhaldi. Gert er ráð fyrir flutningi bókasafns í menningarhús uppúr miðju ári.