Fjallskil og göngur í Dalvíkurbyggð

Á síðasta fundi landbúnaðarráðs, þann 4. mars síðastliðinn, var samþykkt dagsetning fyrir fjallskil og göngur í Dalvíkurbyggð haustið 2015.


Landbúnaðarráð leggur til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 11. til 13. september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar eða um helgina 18. til 20. september.


Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 2. og 3. október.


Þess má geta að landbúnaðarráð gerði skoðanakönnun á meðal bænda þar sem þeir gátu valið um fyrstu eða aðra helgi í september fyrir göngur. Vilji bænda var afgerandi en 66% völdu aðra helgi í september.