Föstudaginn 11. mars næstkomandi kl. 17:00 verður haldinn fundur í Bergi á vegum Framfarafélags Dalvíkurbyggðar undir yfirskriftinni Ferðaþjónusta til framtíðar - borgarafundur: samstarf, þekking, fagmennska og gæði.
Dagskrá
Setning: Fulltrúi Framfarafélags Dalvíkurbyggðar
Ávarp: Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri
Stutt innlegg:
Freyr Antonsson formaður Ferðatrölla
Myriam Dahlstein frumkvöðull
Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla.
Í pallborði verða frummælendur og fleiri áhrifamenn í samfélaginu.
Tröllaskaginn er að okkar mati, ef vel er á málum haldið, eitt mest spennandi ferðaþjónustusvæði á landinu. Hvað gerum við vel, hvað getum við gert betur.
Fólk er hvatt til að mæta, fræðast og koma skoðunum sínum á framfæri varðandi þennan mikilvæga málaflokk. Áætlað er að fundi ljúki kl. 19:00. Takið síðdegið frá og fjölmennið. Þetta er mál sem varðar okkur öll.
Framfarafélag Dalvíkurbyggðar