Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar óskar eftir að ráða starfsmann til starfa í lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Með lengdri viðveru er átt við dægradvöl og aðstoð við heimanám fyrir nemendur 5.-10. bekkjar eftir að skóla lýkur til klukkan 16:30.
Um er að ræða 40% starf.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf í lok ágústmánaðar. Laun eru greidd skv. kjarasamningi við launanefnd sveitarfélaga. Um nýja starfsstöð er að ræða svo framundan eru ótrúlega skemmtilegir tíma í þróunarvinnu og möguleikar á að skapa spennandi úrræði fyrir fyrrnefndan hóp.
Hæfniskröfur:
- menntun og/eða reynsla í störfum á sviði málefna fatlaðra æskileg
- hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur
- frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- hæfni í mannlegum samskiptum
- tilbúin/n að takast á við nýjar og fjölbreyttar áherslur í starfinu
Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 2011. Umsóknum skal skilað til Eyrúnar Rafnsdóttur, félagsmálastjóra á netfangið eyrun@dalvikurbyggd.is .
Staðfesting umsókna verður send með tölvupósti.