Félagsþjónustan auglýsir eftir starfsfólki til starfa í búsetuþjónustu fyrir fatlaða

Félagsþjónustan auglýsir eftir starfsfólki til starfa í búsetuþjónustu fyrir fatlaða

Ert þú rétta manneskjan fyrir okkur? 

Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar óskar eftir starfsfólki til starfa í búsetuþjónustu fyrir fatlaða eintaklinga.

Um er að ræða umönnunarstörf í vaktavinnu, aðallega seinniparta, kvöld og helgar. Viðkomandi þurfa að vera orðnir 20 ára, með hreint sakavottorð, og geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veita íbúum félagslegan stuðning
  • Umönnun og aðstoð við almenn heimilisstörf
  • Stuðningur til sjálfshjálpar og samfélagslegrar þátttöku og virkni
  • Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa
  • Vera þátttakandi í þjónandi leiðsögn sem félagsþjónustan starfar eftir

Hæfniskröfur:

  • Hlýlegt viðmót og umhyggja
  • Frumkvæði, jákvæðni í starfi og geta til að vinna sjálfstætt
  • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Mikilvægt að vera hugmyndaríkur og lausnamiðaður

Umsóknarfrestur er til 8.mars 2016


Frekari upplýsingar veitir Þórhalla Karlsdóttir í síma 460-4900 eða á netfanginu tota@dalvikurbyggd.is .
Umsókn og ferilskrá er hægt að skila inn á ofangreint netfang eða skila í þjónustuver bæjarskrifstofunnar.
Móttaka umsókna verður staðfest með tölvupósti. Valið verður úr hópi umsækjenda á grundvelli viðtala og/eða framlagðra gagna. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum. Vakin er athygli á að þörf er á fleiri körlum til starfa á verksviðinu. Laun skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.