Farfuglarnir tínast að

Farfuglarnir tínast að
 
Grágæsirnar eru mættar

Farfuglarnir tínast nú hingað í Svarfaðardalinn hver af öðrum. Grágæsir eru nú hvarvetna þar sem grasblettir standa upp úr fönninni. Álftirnar á Tjarnartjörn eru mættar yfir hafið og virðast una hag sínum vel þó enn sé aðeins lítil vök á tjörninni sem þær hafa til umráða. Skógarþrestir eru einnig farnir að láta verulega í sér heyra og stöðugt bætast nýjar raddir í hljómkviðu vorsins eftir vetrarlanga þögn.