Dömurnar sem vinna hjá Promens á Dalvík, þær Borghildur Freyja Rúnarsdóttir og Lovísa María Sigurgeirsdóttir, mættu í upphlut í vinnuna á bóndadeginum í virðingarskyni við karlpeninginn sem vinnur með þeim og í tilefni bóndadags. Mæltist þetta tiltæki vel fyrir hjá vinnufélögunum og voru þær stöllur hvattar til að klæðast upphlut sem oftast. Þær kváðust þó ekki ætla að verða við því þar sem það tæki langan tíma að klæðast upphlutnum svo sómi væri að, og sennilega yrði þetta bara í eina skiptið sem vinnufélagarnir fengu að sjá þær í slíkum klæðnaði.
Frétt fengin af www.dagur.net