Laugardagin 24. janúar kl. 14 opnar Dagur Óskarsson sýninguna Dalvíkursleðinn í Þjóðminjasafni Íslands og stendur sýningin til 1. febrúar. Sleðinn er hönnun Dags Óskarssonar og var útskriftaverkefni hans í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2008.
Dalvíkursleðinn byggir á gamlli erkitýpu af magasleða. Magasleðar voru smíðaðir á Dalvík sem og víðar í stórum stíl á árum áður, ýmist í heimahúsum eða á tréverkstæðum. Þeir voru smíðaðir í margvíslegum útfærslum og stærðum, allt eftir því hver notkunin skyldi vera. Þannig þjónuðu þeir jafnt yngstu kynslóðinni til leiks sem og til að létta fólki ýmsa flutninga í þungri vetrarfærð.
Hönnunin miðar að því að fanga nytjahlut úr fortíðinni og færa hann í nýtísku klæði. Sleðinn er upphafning á gömlum arfi, jafnt hugsaður til hagnýtis sem og komandi kynslóðum til vakningar.
Sleðinn er hverfisteyptur úr Polyethylene (PE) plastefni og er framleiddur af Promens á Dalvík.
Frétt fengin af www.dagur.net