Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða skapandi og metnaðarfullan kennsluráðgjafa til starfa á skrifstofu fræðslu- og menningarsviðs.
Um afar fjölbreytt starf er að ræða sem hefur snertifleti við fjölda mála, bæði innan sem utan sviðsins.
Starfssvið:
• Kennsluráðgjöf sem og ráðgjöf til foreldra og stjórnenda
• Innleiðing og eftirfylgni við ýmsar stefnur í skólamálum
• Mat á skólastarfi
• Nýbreytnistarf og skólaþróun
• Þátttaka í ýmsum teymum, vinnuhópum og skýrslugerð
• Miðlun þekkingar
• Önnur verkefni falin af sviðsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Skýr jafnréttissýn
• Mjög góðir samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Drífandi, skapandi og lausnamiðuð hugsun
• Afbragðsgóð íslenskukunnátta í máli og riti ásamt góðri tölvukunnáttu
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði menntunarfræða kostur.
• Leyfisbréf til kennslu í leik- og/eða grunnskólum skilyrði
• Reynsla af kennslu í leik- og/eða grunnskólum skilyrði
• Reynsla af verkefnastjórn og/eða sambærilegu starfi kostur
Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitarfélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og lærdómssamfélag. Fræðslustofnanir sveitarfélagsins eru samtals fjórar. Aðstaða til íþróttaiðkunar er framúrskarandi og sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag. Umhverfið er mjög fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar eru með því besta sem gerist hér á landi, jafnt sumar sem vetur.
Starfshlutfallið er 80-100% og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 23. júlí 2018.
Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur.
Upplýsingar veitir Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar í síma 853-1968.
Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið hlynur@dalvikurbyggd.is