Í tilefni af Degi leikskólans þann 6. febrúar munu leikskólar og Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar halda kynningu á samstarfsverkefni sínu Tónar eiga töframál. Krílakot og Kátakot kynna verkefnið þann 5. febrúar kl. 10:00 í menningarhúsinu Bergi og Leikbær þann sama dag kl. 11:00 í Félagsheimilinu Árskógi.
Kaldo Kiis skólastjóri Tónlistarskólans stjórnar uppákomunni, en leikskólabörn fædd 2004, 2005 og 2006 flytja nokkur lög ásamt Þuríði Sigurðardóttur (Þuru) leikskólakennara.
Allir þeir sem áhuga hafa eru velkomnir, jafnt foreldrar, afar og ömmur sem og aðrir bæjarbúar.
Þeir sem vilja kynna sér verkefnið nánar geta m.a. gert það á heimasíðu Krílakots.