Búrfell í Svarfaðardal.
Mynd frá Guðrúnu Marinósdóttur á Búrfelli
Annað árið í röð reyndist mest meðalnyt eftir árskú vera hjá þeim Guðrúnu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni á Búrfelli í Svarfaðardal. Þar endaði nyt eftir árskú í 8.908 kg. á árinu 2021!
Þetta kom fram í Bændablaðinu 27. janúar 2022 og eru allar upplýsingar í þessari frétt fengnar að láni þaðan.
Á Búrfelli er legubásafjós með mjaltaþjóni sem tekið var í notkun vorið 2018. Frá því að nýja fjósið var tekið í notkun hafa afurðir aukist jafnt og þétt og samkvæmt niðurstöðum skýrsluhaldsársins 2021 hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sér í raun ekki fyrir endann á þeirri aukningu.
Frábær árangur hjá ábúendum og kúnum á Búrfelli.
"Þetta er gott fjós" sagði Guðrún á Búrfelli og það má sko með sanni segja að sé rétt, sérstaklega þegar tekið er mið af árangri búsins síðustu tvö árin.
Til hamingju Búrfell!
Sérstaka athygli vekur einnig að á lista yfir þau 17 kúabú sem voru með meira en 8.000 kg. eftir hverja árskú að meðaltali á árinu 2021 - eru 3 bú í Svarfaðardal.
Búrfell, Grund og Göngustaðir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd úr Bændablaðinu.
Mynd í Bændablaðinu frá 27. janúar sl.