Alþýðuhljómsveitin Brother Grass mun í samvinnu við Samfélagssjóð Landsvirkjunar, Barnamenningarsjóð og ferðaþjónustunnar "Á Vegamótum" bjóða yngri íbúum Dalvíkurbyggðar og nágrennis á þátttökutónleika í garðinum á Vegamótum, sem haldnir verða fimmtudaginn 2. ágúst nk. kl. 15:00. Meðlimir sveitarinnar munu spila á hin ýmsu hljóðfæri og hljóðgjafa sem eru í óhefðbundnari kantinum, eins og þvottabretti, þvottabala, keðjur, skeiðar, nefflautu, víbraslappa og gamlan síma. Hvetja þau gesti til að tína til potta, kústsköft, hristur, eða hvers kyns mögulega hljóðgjafa og taka þátt í að fremja skemmtilega og hressandi tónlist.
Brother Grass spilar alþýðutónlist eða bræðing af bluegrass, blús, folk, “old time mountain hillbilly music” í bland við frumsamið efni.
Hljómsveitina skipa systkinin frá Tjörn, þau Örn og Ösp Kristjánsbörn ásamt Söndru Dögg Þorsteinsdóttur, Soffíu Björgu Óðinsdóttur og Hildi Halldórsdóttur. Tónleikar hefjast kl. 21:00 og er aðgangseyrir 1500 kr.
Um kvöldið mun hljómsveitin svo halda tónleika á veitingastaðnum "Við höfnina" og hefjast þeir kl 21:00 og er aðgangseyrir 1500 kr