Böggvisstaðarskáli til leigu

Böggvisstaðarskáli til leigu

Dalvíkurbyggðar óskar eftir langtímaleigjanda að Böggvisstaðarskála.

Húsið er 2.294,3 m2 vörugeymslu að Böggvisstöðum rétt sunnan Dalvíkur, en sveitarfélagið nýtir um 500 m2 af húsnæðinu og því er um að ræða leigu á 1.794,3 m2. Húsið er byggt 1979 sem refaskáli, en er notað í dag sem geymsla. Húsið er stálgrindarhús á steyptum sökkli, gólf að hluta til steypt. Húsið er tengt rafmagni og köldu vatni, en ekkert heitt vatn er í húsinu.

Sá hluti hússins sem sveitarfélagið hefur ekki nýtt hefur verið leigður út og geta þeir leigusamningar mögulega fylgt yfir til nýs leigjanda. Þær kröfur eru gerðar til leigutaka að aðkoma yrði gerð á norðurstafni hússins og lokað yrði milli rýmis sveitarfélagsins og þess leigða hluta.

Teikningar eru á heimasíðu Dalvíkurbyggðar https://www.map.is/dalvik/#.

Tilboðum skal skila skriflega á skrifstofu Dalvíkurbyggðar.

Allar nánari upplýsingar veitir Börkur Þór Ottósson  netfang borkur@dalvikurbyggd.is

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.