Mynd fengin að láni frá facebooksíðu Böggvisbrauðs
Í gær var hátíðisdagur í Dalvíkurbyggð þegar nýja fyrirtækið Böggvisbrauð opnaði á Böggvisstöðum. Það eru hjónin Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir sem hafið hafa brauðgerð á Böggvisstöðum en hugmyndin að fyrirtækinu fæddist fyrir um tveimur árum. Brauðin sem verða til sölu eru bökuð í fyrsta viðarhitaða ofninum á Íslandi sem vegur 50 tonn og er hitaður upp í um 300 gráður með birki úr skógum í nágrenninu.
Við óskum Mathias og Ellu Völu innilega til hamingju með nýja fyrirtækið og hvetjum íbúa Dalvíkurbyggðar og nágrennis að kynna sér þetta fyrirtæki nánar, t.d. á Facebook síðu Böggvisbrauðs.
Mynd af Böggvisbrauði tekin af síðu Böggvisbrauðs á Facebook.
Það var margt um manninn á opnun bakarísins. Mynd fengin að láni frá Guðrúnu Ingu Hannesdóttur, ritstjóra DB-blaðsins.