Bæklingur um íþrótta- og tómstundastarf í Dalvíkurbyggð

Kynningarbæklingurinn um íþrótta- og tómstundastarf hefur verið gefin út á sumrin í þeim tilgangi að taka saman upplýsingar um skipulögð viðfangsefni fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu sumarið 2016. Íþrótta– og æskulýðsstarf í Dalvíkurbyggð er öflugt og um margt að velja t.d. æfingar í fótbolta, golf, sundi, námskeið í hestamennsku og leikjanámskeið. Bæklingurinn er ekki enn kominn úr prentun, en verður vonandi tilbúinn á næstu dögum. Við ákváðum þó að setja upplýsingarnrar hér án uppsetningar, þar sem sumarið er hafið og krakkarnir komnir í sumarfrí.

Íþrótta- og tómstundastarf í Dalvíkurbyggð sumarið 2016


Gleðilegt og gott íþrótta– og útivistarsumar
Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar