"Ávísun á ástríðu" - skemmtilegt námskeið

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar býður þér á ókeypis námskeið miðvikudaginn 8. desember kl. 15:00 – 19:00 í Námsverinu á Dalvík.

Vinnustofan „Ávísun á Ástríðu“

Ávísun á Ástríðu er vinnustofa sem gerir fólk betur í stakk búið til að uppfylla drauma sína, auka metnað og ná fyrirfram settu takmarki í einkalífi og/eða atvinnu. Ávísun á Ástríðu gæti leitt t.d. til:

  • Ferðalagsins sem þú hefur verið að hugsa um í langan tíma
  • Uppgötvunar á nýju krefjandi takmarki varðandi vinnu
  • Áhugamáls tengdu sjálfboðavinnu
  • Endurskoðunar á einka- og atvinnuhögum sem gæti leitt til stórra breytinga í lífi þínu


Takmarkið er að virkja eigin vilja, koma hugsunum til framkvæmda og finna leiðina sem lætur drauma þína rætast. Hvað kemur manni af stað?

Leiðbeinendur og kennarar Ávísunar á Ástríðu námskeiðsins hjálpa þér að finna frumkvöðulinn í sjálfum þér og virkja þannig vilja þinn til að uppgötva eigin metnað og takmark í lífinu. Við köllum þetta að vera Frumkvöðull í eigin lífi.

Okkar takmark

Það er okkar takmark að hvetja fólk til að kalla fram árangursríkan frumkvöðul í sjálfu sér og ná þannig fram sínum metnaði, draumum og þrám. Við teljum að þegar einstaklingur er hvattur til að taka ábyrgð á eigin framtíð og eigin hamingju þá muni félagsleg samvera og þátttaka í samfélaginu batna.

Vinnustofa Ávísunar á Ástríðu

Ávísun á Ástríðu býr til umhverfi fyrir þátttakendur til að leita að og uppfylla takmark sitt í einkalífinu og á vinnumarkaðinum. Hópur kennara og leiðbeinanda skipuleggja vinnustofur og fundi þar sem aðal áherslan er lögð á frumkvöðulinn í sjálfum/sjálfri þér. Þessir fundir bjóða einnig upp á að þátttakendur læri af hver öðrum, öðlist nýjar hugmyndir og deili hugsunum og reynslu.

  • Langar þig að enduruppgötva draumóra þína?
  • Finnst þér þú þurfa að fara í aðra átt í lífinu?
  • Viltu finna út hvernig þú getur haft áhrif á eigin örlög?
  • Ertu komin á leiðarenda í núverandi vinnuumhverfi og vilt tilbreytingu?
  • Ertu að hugsa um krefjandi verkefni?


Við sköpum það umhverfi sem þarf til að þú finnir eigin hæfileika, notir eigin styrk sem leiðir þig á rétta braut í átt að lokatakmarkinu.