Auglýsing vegna deiliskipulagstillögu - Upsir

Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar 13. desember 2011 og í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að frístunda- og iðnaðarsvæði í landi Upsa í Dalvíkurbyggð.

Skipulagssvæðið í landi Upsa í Dalvíkurbyggð er um 4.4ha að stærð og liggur norðvestan við Dalvík og norðan við Brimnesá.. Svæðið er skilgreint í aðalskipulagi frá 2008 – 2020 sem frístunda- og iðnaðarsvæði.

Í deiliskipulagstillögunni eru skipulagðar alls þrettán lóðir. Fyrir á svæðinu er lóð Vatnsveitu Dalvíkur og síðan eru tólf nýjar lóðir fyrir frístundabyggð.
Vegtenging að skipulagssvæðinu mun verða um nýja götu sem tengist í suðri við Böggvisbraut. Í nýju götunni í framhaldi af Böggvisbraut er gert ráð fyrir brú yfir Brimnesá.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í Ráðhúsinu á Dalvík frá og með 16. desember 2011 og til og með 31. janúar 2012. Einnig er skipulagstillagan til kynn¬ingar á heimasíðu sveitarfélagsins: www.dalvik.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna. Athugasemdafrestur er til 31. janúar 2012. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila inn á bæjarskrifstofur Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu á Dalvík. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekinn frest, telst samþykkur henni.

Byggingafulltrúi Dalvíkurbyggðar

Uppdráttur Upsir

Greinargerð Upsir