Lýsing aðalskipulagsbreytingar. Frístundabyggð í landi Hamars.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með lýsingu fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð breyting felur í sér stækkun frístundabyggðarinnar á Hamri (svæði 646-F) og fjölgun frístundahúsa þar. Hér með er leitað eftir sjónarmiðum, upplýsingum og tillögum íbúa, umsagnaraðila og annarra hagsmunaaðila eða áhugamanna, sem að gagni geta komið við gerð skipulagsins. Lýsingin munu liggja frammi til kynningar í Ráðhúsi Dalvíkur frá 24. september til 15. október og á vef Dalvíkurbyggðar www.dalvikurbyggd.is.
Kynning á drögum að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og kynning deiliskipulagstillögu. Frístundabyggð í landi Hamars.
Drög að breyttu aðalskipulagi vegna frístundabyggðarinnar og tillaga að deiliskipulagi hennar liggja jafnframt frammi til kynningar á sama stað og tíma (sbr. 30. og 40. greinar skipulagslaga). Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs veitir upplýsingar um skipulagsdrög og tillögu á opnu húsi á skrifstofu sinni í Ráðhúsi Dalvíkur milli kl. 14:00 og 16:00 þann 6. október n.k.
F.h. Dalvíkurbyggðar, 24. september 2014,
Börkur Þór Ottósson byggingarfulltrúi.
Verkefnislýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Stækkun frístundasvæðis 646-F á Hamri.