lýsing á fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu í landi Snerru, Dalvíkurbyggð, sem byggir á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar ákvað á 287.fundi sínum þann 3. febrúar síðastliðinn að auglýsa lýsingu á fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu í landi Snerru, Svarfaðardal. Um er að ræða deiliskipulag á 11,1 ha skika sem tekinn hefur verið út úr jörðinni Jarðbrú í Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð. Svæðið er vestan við þjóðveginn sem liggur um Svarfaðardal handan við íbúðarhúsið að Jarðbrú. Skikinn liggur að landamerkjum jarðanna Jarðbrúar og Brekkukots. Landamerkin að Brekkukoti eru eftir gamalli girðingu, rétt sunnan við læk sem þar rennur.
Lýsing á fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu er til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar og má einnig finna á heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvikubyggd.is . Hagsmuna- og umsagnaraðilar geta sent inn ábendingar eða athugasemdir sem að gagni gætu komið við gerð og frágang skipulagstillagna fyrir 6. mars n.k. Skriflegum ábendingum skal skila á Skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, Dalvík eða á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is .
Lýsing á deiliskipulagstillögu vegna Snerru
Börkur Þór Ottósson
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs