Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með eftirtalda skipulagstillögu:
Þann 14. desember 2017 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Lokastígsreits á Dalvík skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagssvæðið er í Norðurbæ Dalvíkur og hluti af íbúðarbyggð norðan Lágar. Afmörkun miðast við miðlínur aðliggjandi gatna: Böggvisbraut, Ægisgötu, Brimnesbraut og Karlsrauðatorg. Lækjarstígur og Lokastígur eru innan skipulagssvæðisins. Núverandi byggingar eru: Lokastígur 1 og 2-4, Brimnes og Brimnesbraut 1-11, Karlsrauðatorg 26 og Lækjarstígur 1-7. Svæðið er 2,75 hektarar og skilgreint sem íbúðarbyggð, þ.e. hluti af svæði 201-Íb í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Gert er ráð fyrir einnar hæðar nýbyggingu við Lokastíg 3 með sjö þjónustuíbúðum og við Lokastíg 6 er gert ráð fyrir tveggja hæða fjölbýlishúsi með 4-6 íbúðum. Á sameign við Brimnesbraut 1-11, Karlsrauðatorg 26 og Lækjarstíg 1-7 verður heimilt að byggja bílskúra fyrir 3-4 bíla. Lóðamörk eru ákvörðuð miðað við núverandi stöðu og fyrirhugaðar breytingar.
Skipulagstillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með fimmtudeginum 11. janúar nk. til föstudagsins 23. febrúar 2018 og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til föstudagsins 23. febrúar 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í tölvupósti til skipulags- og byggingarfulltrúa, borkur@dalvikurbyggd.is
Kynningarfundur mun verða haldin í Upsa fundarsal Ráðhússins á Dalvík á 3. hæð fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 17.00.
Deiliskipulag, Lokastígsreitur á Dalvík - greinargerð
Deiliskipulag, Lokastígsreitur á Dalvík - uppdráttur
Börkur Ottósson
Byggingarfulltrú Dalvíkurbyggðar