Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð

Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með eftirtalda skipulagstillögu: Tillaga að deiliskipulagi frístundasvæðisins í landi Skáldalæks ytri.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum 20. september 2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Skáldalækjar ytri skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 2.6 ha að stærð og liggur austan þjóðvegar nr. 807. Um er að ræða fimm lóðir fyrir frístundabyggð.

Skipulagstillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar á Dalvík frá og með miðvikudeginum 12. október nk. til föstudagsins 25. nóvember 2016 og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til föstudagsins 25. nóvember 2016. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í tölvupósti til byggingarfulltrúa, borkur@dalvikurbyggd.is   

Börkur Þór Ottósson Byggingarfulltrúi Dalvíkurbyggðar

Skipulagslýsing fyrir Skáldalæk ytri

Deiliskipulagstillaga