Það tilkynnist hér með að bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 22. nóvember 2011 óverulega aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Rökstudd tillaga hefur verið send til Skipulagsstofnunnar og hefur stofnunin í svari sínu dags. 1. desember 2011, fallist á að farið sé með aðalskipulagsbreytinguna sem óverulega samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin er í meginatriðum eftirfarandi:
1. Í landi Upsa er skilgreint 0,7ha iðnaðarsvæði (504-I) fyrir núverandi vatnsveitumannvirki. Landbúnaðarsvæði minnkar sem því nemur.
2. Svæði fyrir frístundabyggð (510-F) í landi Upsa stækar úr 3ha í 3,7ha. Þar er gert ráð fyrir allt að 12 lóðum. Landbúnaðarsvæði minnkar sem því nemur.
3. Kafli 4.10.3 í greinargerð breytist frá því að heita búgarðabyggð í landbúnaðarsvæði með sérákvæðum. Ákvæði eru óbreytt.
4. Í landi Ytra-Holts er 17,2ha athafnasvæði (515-A) breytt í landbúnaðarsvæði með sérákvæðum (515-L). Þar er gert ráð fyrir lóðum fyrir búfjárhald auk þeirrar starf-semi sem þar er fyrir, verkstæðis og kjúklingabús.
5. Nánari lýsing á opnu svæði til sérstakra nota (516-O) breytist þannig að tjaldsvæði fellur út.
Skipulagsstofnun mun auglýsa tillöguna í Stjórnartíðindum B og öðlast þá aðalskipulagsbreytingin gildi.
Dalvíkurbyggð, 9. desember 2011.
Þorsteinn Björnsson
byggingafulltrúi Dalvíkurbyggðar