Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar auglýsir skipulagslýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða skipulagslýsingu dags. 19. október 2018 vegna deiliskipulags í landi Laugahlíðar Svarfaðardal. Fyrirhugað er að ljúka vinnu við deiliskipulag íbúðar- og þjónustusvæðis, auk þess að fjölga íbúðarlóðum samkvæmt samþykktu aðalskipulagi.
Skipulagslýsing liggur frammi í Ráðhúsi Dalvíkur og á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalvikurbyggd.is.
Ábendingum er hægt að koma til skila skriflega á skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í ráðhúsinu eða á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is fyrir 14. nóvember 2018.
Kynningarfundur verður haldinn 7. nóvember 2018 kl. 17.00 til 18.00 í Upsa, fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur, Dalvíkurbyggð.
Skipulagslýsing: Laugahlíð íbúða- og þjónustusvæði, Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð
F.h. Dalvíkurbyggðar
Börkur Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs