Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hófst laugardaginn 5. apríl 2014. Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum og útibúum allra sýslumanna. Upplýsingar um sýslumannsembættin og aðra staði þar sem hægt er að kjósa utan kjörfundar má finna á heimasíðunni www.syslumenn.is
Athugið að öllum þeim sem eru skráðir á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er óháð búsetu eða lögheimili.
Nálgast má ýmsar almennar upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is .