Nú er ársreikningur ársins 2010 aðgengilegur á heimasíðunni en bæjarstjórn samþykkti hann samhljóða við siðari umræðu á fundi sínum 31. maí. Niðurstöður ársreikningsins sýna traustan rekstur sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða Dalvíkurbyggðar samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 159 millj.kr. á árinu 2010 og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 135 millj.kr.
Við þetta tækifæri óskaði bæjarstjórn eftir því að færðar yrðu til bókar þakkir til starfsmanna Dalvíkurbyggðar og allra þeirra sem hlut eiga að máli fyrir frábæran árangur í rekstri sveitarfélagsins.
Ársreikninginn í heild sinni má finna hérna.
Fréttatilkynning vegna ársreikningsins
Helstu niðurstöður ársreikningsins