Þriðjudaginn 4. apríl 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Almenn ánægja var með hvernig til tóks með veðurspá fyrir mars. Öll frávik voru innan skekkjumarka eins og fræðingarnir segja. Páskatunglið kviknaði þriðjudaginn 28. í N. kl. 02:57. Síðan kviknar nýtt tungl 26. apríl kl. 12:16 í SA og er það sumartungl
Fyrrihluti mánaðar verður rysjóttur. Páskahret hefur oft verið verra en nú stefnir í og er ekki gert ráð fyrir mikilli snjókomu. Vindar munu blása að meirihluta til úr norðaustri, en áttir verða þó breytilegar og hitastig svipað og verið hefur en fer þó hægt hlýnandi enda stutt í sumarmál.
Veðurvísa apríl og maí
Í aparíl sumrar aftur
þá ómar söngur nýr.
Í maí flytur fólkið
og fuglinn hreiður býr.
Með sumarkveðju og ósk um gleðilega páska,
Veðurklúbburinn á Dalbæ