Afmælismerki Dalvíkurbyggðar - samkeppni

Afmælismerki Dalvíkurbyggðar - samkeppni

Í ár á sveitarfélagið Dalvíkurbyggð 20 ára afmæli en það var árið 1998 sem Árskógshreppur, Dalvíkurkaupstaður og Svarfaðardalshreppur sameinuðust og úr varð Dalvíkurbyggð.

Af því tilefni langar atvinnumála- og kynningarráð til þess að útbúa afmælismerki sveitarfélagsins og býður íbúum að taka þátt í samkeppni þess efnis.

Afmælismerkinu myndi sveitarfélagið skarta samhliða byggðamerki sveitarfélagsins út afmælisárið.

Samkeppni um afmælismerki:

  • Merkinu er hægt að skila inn á tveimur formum: Á rafrænu formi á netfangið margretv@dalvikurbyggd.is og í pósti á heimilisfanginu Upplýsingafulltrúi vegna afmælismerkis, Ráðhúsi Dalvíkur, 620 Dalvík.
  • Merkið má vera teiknað, málað, í lit eða svarthvítt.
  • Atvinnumála- og kynningarráð situr í dómnefnd
  • Sveitarfélagið fullvinnur svo merkið í samvinnu við hönnuðinn.

 

Áhugasamir sendi inn tillögur að merki fyrir 1. maí 2018.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi í síma 460 4900 eða á netfanginu margretv@dalvikurbyggd.is