Þann 19. júní næstkomandi, á kvenréttindadaginn, verður heilmikil dagskrá í Dalvíkurbyggð.
Berg menningarhús kl. 14:00
Við minnumst 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á sannkölluðum hátíðarfundi með sögulegum upprifjunum, söng og gleði.
Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur fræðir okkur um aðdraganda þess að konur, og þeir karlar sem eftir sátu, fengu kosningarétt.
Kristjana Arngrímsdóttir lyftir stundinni með söng.
Einnig taka þær lagið mæðgurnar frá Þverá!
Meiri fróðleikur, gleði og góð samvera.
Eftir fundinn í Bergi verður gengið fylktu liði út í byggðasafnið Hvol þar sem opnuð verður fyrsta sýning af tólf um konur í byggðarlaginu.
Í Hvoli verður boðið uppá veitingar.
Allir eru velkomnir, stelpur og strákar, konur og karlar.
Gaman væri að sjá sem flesta á íslenskum búningum!
Komum saman og fögnum áfanga í mannréttindum okkar.
Berg menningarhús k. 20:30
Kristjana Arngrímsdóttir og Örn Eldjárn halda tónleika.