Aðalfundur Hollvinafélags Húsabakka var haldinn í síðustu viku. Kristín Gunnþórsdóttir sem setið hefur frá upphafi vék þá úr aðalstjórn en í hennar stað kom Karl Ingi Atlason. Einnig voru kjörnir tveir nýir varamenn, þær Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir og Þórdís Hjálmarsdóttir.
Samþykkt var á fundinum að blása til Húsabakkadags þann 8. júní nk. Verður hann með sama sniði og í fyrra, snyrt og tekið til á lóð Húsabakka, dyttað að mannvirkjum, unnið við stíga og fleira í þeim dúr. Þá er stefnt að því að hollvinir taki að sér málningu og grunnvinnu fyrir sýninguna „Friðland fuglanna“.