17. júní hátíðarhöld

Á morgun, 17. júní þjóðarhátíðardegi okkar Íslendinga, verður ýmislegt skemmtilegt um að vera í sveitarfélaginu.

Kl. 08:00       Fánar dregnir að húni - allir fánar á loft!
Kl. 10:00       17. júní hlaupið fer fram á íþróttavellinum á Dalvík í umsjón frjálsíþróttadeildar UMFS. Skráning á staðnum
Kl. 12:00       Reiðsýning barna í Hringsholti, þrautabraut, gangtegundir ofl.  Ef veður leyfir verður sýningin utandyra.
Kl. 14:00       Skrúðganga leggur af stað frá Víkurröst að Dalvíkurkirkju í fylgd Slökkviliðs Dalvíkur
Kl. 14:30       Hátíðarstund í Dalvíkurkirkju.
                                 Ávarp fjallkonunnar
                                 Hátíðarræða bæjarstjóra
                                 Kór Dalvíkurkirkju syngur nokkur lög.

Viðburðir að lokinni hátíðarstund:
Hátíðarkaffi
- frjálsíþróttafólk í UMFS selur hátíðarkaffi í safnaðarheimili
Dalvíkurkirkju.
Karamellurigning - Elvar Antonsson dreifir góðgæti af himnum
í nágrenni kirkjubrekku.
Slökkviliðið - sýnir bíla og býður börnum og foreldrum í
ökuferð um bæinn.
Björgunarsveitin verður með leiktæki á svæðinu neðan kirkju
Hestamennska - Sveinbjörn Hjörleifsson og aðstoðarmenn hans
teyma hesta undir börnum við kirkju.
Byggðasafnið Hvoll er opið frá kl. 11 til kl. 18


Kl. 16:00       Fimleikasýning í Íþróttahúsi Dalvíkur - stutt sýning barna sem æft hafa fimleika í maí í vor undir stjórn Guðríðar Sveinsdóttur.
Kl. 20:00 - 22:00  Sundlaugarpartí - diskó í Sundlaug Dalvíkur. Frítt í sund og allir  velkomnir hvort sem þeir fara í sund eða ekki. Í fatasundi má vera
notuðum bol og íþróttastuttbuxum.....ekki nýjum fötum eða fötum sem láta lit. Ari í Árgerði leikur og syngur af lífsins list. Verjum góðri kvöldstund með fjölskyldum okkar og skemmtum okkur saman!


(Ath. sundlaug annars lokuð á 17. júní)

GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ
Íþrótta -og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar
Íþrótta -og æskulýðsfulltrúinn í Dalvíkurbyggð