Tilkynning frá Dalbæ – heimsóknir og heimsóknarbann

Tilkynning frá Dalbæ – heimsóknir og heimsóknarbann

Að gefnu tilefni viljum við koma á framfæri gildandi reglum um heimsóknir á Dalbæ.  Það hefur verið leyfilegt að hitta heimilisfólk utandyra að þvi tilskildu að haldin sé 2ja- metra fjarlægð. Því miður hefur orðið brestur þar á. Nú þegar snjórinn hopar og sólin skín eru gestakomum á stéttina að fjölga og erfiðara að hafa yfirsýn  og stjórn.  Því verðum við að herða reglur og biðjum fólk að sýna því skilning.  Allt er þetta gert með velferð heimilisfólks í huga:

  • Einungis er leyfð ein heimsókn í viku til hvers heimilismanns og fram til 4. maí verður hún aðeins utandyra.
  • Halda skal a.m.k. 2-ja metra fjarlægð og forðast allar snertingar

Eftir 4. maí taka gildi tilslakanir á heimsóknarbanni en heimsóknir verða takmarkaðar og háðar skilyrðum. Í leiðbeiningum Almannavarna og sérfræðihóps um hjúkrunarheimilin er mælst til þess að takmarka fjölda heimsókna í hverri viku, að börn komi ekki í heimsókn og að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma inn á heimilið fyrstu tvær vikurnar frá því tilslakanir hefjast og lengur ef svo ber undir.

Frá 4. maí gildir því:

 

  • Aðeins einn gestur (nánasti aðstandandi)  má koma í heimsókn til íbúa á hverjum tíma.
  • Gestir mega ekki koma nema að fengnu leyfi
  • Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilisins
  • Virða ber 2-ja metra regluna og forðast beina snertingu við íbúa
  • Gestum ber að þvo sér og spritta hendur og að sjálfsögðu er þeim óheimilt að koma heimsókn sem eru í sóttkví, einangrun eða með einkenni (hósta, kvef, hita, niðurgang, beinverki ofl.)
  • Einungis ein heimsókn í viku fyrst um sinn

Vonir standa til að hægt verði að rýmka heimsóknarleyfi í júní en hins vegar gæti þurft að herða aftur reglurnar ef upp koma smit.

Þökkum skilning og hlýjar kveðjur,

Sumarkveðja frá Dalbæ.

Elísa Rán Ingvarsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri