Okkur hafa borist niðurstöður úr sýnatöku sem tekin voru við vatnsból og í dreifikerfi vatnsveitu Dalvíkur og rannsóknir sýna að neysluvatnið uppfyllir gæðakröfur reglugerðar um neysluvatn og því hæft til drykkjar. Þessar niðurstöður styðja ályktun okkar með að leysingavatn hafi valdið þessari breytingu á lykt og bragðinu á vatninu. Hvað varðar lykt og bragð getur það tekið einhvern tíma að skolast úr kerfinu, ein leiðin til að flýta fyrir endurnýjun vatns í lögnunum er að láta vatnið leka í dágóða stund fyrir neyslu. Við hvetjum notendur samt sem áður að senda inn ábendingar ef áfram finnst vond lykt og bragð af vatninu, þessar ábendingar hjálpa okkur að kortleggja helstu svæði.
Góða helgi,
Veitur Dalvíkurbyggðar