Verkfall Kennarasambands Íslands

                       Verkfalls -Tengja

Dalvík 17. september 2004

Til foreldra og/eða forráðamanna grunnskólanemenda í Dalvíkurbyggð

Vegna boðaðs verkfalls Kennarasambands Íslands þann 20. september n.k. mun skólastarf í Dalvíkurbyggð falla niður hafi samningar á milli Kennarsambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaganna ekki náðst fyrir þann tíma. Að því tilefni vilja skólastjórar grunnskólanna í Dalvíkurbyggð biðja foreldra um að fylgjast vel með fréttum af samningaviðræðunum.

Í fyrsta lagi þurfa foreldrar að fylgjast með því hvort boðað verkfall verði að veruleika. Þar sem 20. september er mánudagur og skólarnir hafa ekki tök á því að koma boðum samdægurs heim með nemendum eru foreldrar beðnir um að fylgjast með fréttum af samningaviðræðum í kvöldfréttum sunnudaginn 19. september og morgunfréttum þann 20.

Ef af boðuðu verkfalli verður þurfa foreldrar í öðru lagi að fylgjast með því  þegar að afboðun verkfalls kemur. Hentugast er að fylgjast með því í gegnum fjölmiðla því þar mun koma fram hvenær Kennarasamband Íslands afboðar verkfall sitt.

Foreldrar geta líka snúið sér beint til skólastjóra eða skrifstofa skólanna til þess að fá upplýsingar vegna verkfallsins. Þetta verður hægt vegna þess að skólastjórar og annað starfsfólk sem ekki fær laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og LS fer ekki í verkfall.

Hljóðfærakennsla Tónlistarskólans á meðan á verkfalli stendur:

Nemendur Dalvíkurskóla

Nemendur mæta til tónlistarkennara í húsnæði Tónlistarskólans á sama tíma og venjulega.

Forskóli Tónlistarskólans fyrir 2. bekk sem venjulega er kenndur innan stundaskrár grunnskólans verður einnig á sama tíma og stundaskrá nemenda segir til um, en kennt verður í húsnæði Tónlistarskólans.

 Nemendur Árskógarskóla

Nemendur mæta til tónlistarkennara á sama tíma og venjulega en kennt verður í húsnæði Árskógarskóla.

Forskóli Tónlistarskólans fyrir 2. bekk verður samkvæmt stundaskrá 2. bekkjar og kennt verður í húsnæði Árskógarskóla.

 Nemendur Húsabakkaskóla

Nemendur mæta til tónlistarkennara í húsnæði Tónlistarskólans á sama tíma og þeir eru vanir.

Forskóli Tónlistarskólans fyrir 2. bekk sem venjulega er kenndur innan stundaskrár grunnskólans verður einnig á sama tíma og stundaskrá nemenda segir til um, en kennt verður í húsnæði Tónlistarskólans.

 

Með kveðju


Gísli Bjarnason

Skólastjóri Dalvíkurskóla

Netfang: gisli@dalvikurskoli.is 

Katrín Guðmundsdóttir

Aðstoðarskólastjóri Dalvíkurskóla

Netfang: katrin@dalvikurskoli.is

Kristján Sigurðsson

Skólastjóri Árskógarskóla

Netfang: krsig@ismennt.is

Ingileif Ástvaldsdóttir

Skólastjóri Húsabakkaskóla

Netfang: ingileif@dalvik.is