Á þessu ári verður Tónlistarskóli Dalvíkur 40 ára. Af því tilefni verður haldið upp á afmælið með tónleikum í Dalvíkurkirkju laugardaginn 15. maí kl. 17.30. Þar koma nokkrir nemendur skólans fram en auk þeirra þau Kristján Karl Bragason píanóleikari og Ella Vala Ármannsdóttir hornleikari en þau hófu sitt tónlistarnám hér við skólann. Kristján Karl stundar nú nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík en Ella Vala er í framhaldsnámi í Freiburg í Þýskalandi. Þau koma gagngert hingað til þess að spila á þessum hátíðatónleikum skólans. Lidia Kolosowska leikur með á píanó en nú var fyrsti píanókennari þeirra beggja.
Nemendatónleikar verða svo sem hér segir:
Föstudaginn 14. maí kl. 14.00 verða vortónleikar í Rimum fyrir nemendur tónlistarskólans í Húsabakkaskóla.
Mánudaginn 17. maí kl. 17.00 verða vortónleikar í sal tónlistarskólans fyrir nemendur Maits á Dalvík.
Mánudaginn 17. maí kl. 18.00 verða vortónleikar í Árskógsskóla fyrir nemendur í þeim skóla.
Skólaslit tónlistarskólans verða síðan fimmtudaginn 27. maí kl. 18.00 í Dalvíkurkirkju.