Mynd fengin að láni hjá vikubladid.is. Myndina tók Ragnar Hólm Ragnarsson
Laugardaginn 23. október frá var ritlistasmiðja Ungskálda haldin í Menntaskólanum á Akureyri. Markmiðið með smiðjunni var að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára því að kostnaðarlausu. Ritlistakeppni ungskálda var síðan haldin í framhaldi af smiðjunni en ekki var skylda að sitja smiðjuna til að öðlast þátttökurétt. Úrslitin í keppninni voru síðan kynnt á Amtsbókasafninu á Akureyri í gær, 9. desember. Alls bárust í keppnina 52 verk frá 29 þátttakendum.
Það var enginn annar en Þorsteinn Jakob Klemenzson (og Margrétar Víkings) sem hreppti fyrsta sætið fyrir verk sitt "Vá hvað ég hata þriðjudaga!"
Í öðru sæti var Halldór Birgir Eydal með verkið "Ég vil ekki kaupa ný jakkaföt" og í þriðja sæti var Þorbjörg Þóroddsdóttir með verkið "Mandarínur".
Í dómnefnd sátu að þessu sinni Finnur Friðriksson, dósent við HA, Hólmfríður Andersdóttir, fyrrverandi bókavörður á Amtsbókasafninu, og Þórður Sævar Jónsson, ljóðskáld og þýðandi, sem jafnframt var formaður dómnefndar.
Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu
Við sendum Þorsteini innilegar hamingjuóskir með árangurinn.