Þema -Tengja
Húsabakka 11. mars 2005
Heil og sæl,
í næstu viku verður þemavika í Húsabakkaskóla. Þemað að þessu sinni er skólahald á Húsabakka í 50 ár. Tvær kennslulotur á hverjum degi í næstu viku verða notaðar til þess að vinna að margs konar verkefnum sem öll tengjast viðfangsefni vikunnar. Nemendum verður skipt í aldursblandaða hópa sem vinna saman að verkefnunum. Föstudaginn 18. mars kl. 11:00 byrjar kynning verkefnanna og stendur hún þar til allir hafa sýnt það sem þeir unnu að.
Nemendur og kennarar biðja alla þá sem hafa frá einhverju skemmtilegu og fróðlegu að segja um skólahald á Húsabakka í gegnum tíðina að koma því til skólans, annað hvort með því að skrifa það niður eða með því að gefa færi á viðtali. Einnig þiggjum við allar myndir og muni sem gaman væri að hafa með í þessari samantekt. Hafið samband við Hjörleif í síma 466 1551 eða á netfanginu hjhj@dalvik.is
Þegar kennslu samkvæmt stundaskrá lýkur hjá nemendum 5. - 8. bekkjar tekur við annars konar vinna og skemmtun, sú dagskrá fylgir aftan á þessu blaði.
Á gistideginum, fimmtudaginn 17. mars, fær 4. bekkur að taka þátt í dagskránni.
Öllum foreldrum og velunnurum skólans er velkomið að koma og fylgjast með vinnu barnanna og jafnvel að rétta okkur hjálparhönd ef þeir sjá sér það fært.
Undirrituð verður í leyfi frá og með 15. til og með 18. mars. Hjörleifur sinnir störfum skólastjóra þá daga.
Með kveðju og tilhlökkun