Tengsl Svarfaðardals við Danmörku

Á sunnudaginn kemur, 3. apríl, kl. 14:00 verður skemmtileg samkoma í Vallakirkju þar sem Vibeke Nörgaard heldur stuttan fyrirlestur um tengsl Svarfaðardals við Danmörku. Vibeke Nörgaard er mikill vinur Íslands og Tröllaskagans og hefur farið ótal sinnum með ferðafólk um dali hans. Eftir fyrirlesturinn verður spjallað um efni fyrirlesturisins og sungið.  Að því loknu verður farið í Árskóg, þar sem kaffiveitingar verða í boði Stærri Árskógskirkju þar sem einnig verður söngur og myndasýning.

Þeir sem hafa áhuga á þessara samkomu ættu því endilega að taka sunnudaginn 3. apríl frá og mæta í Vallarkirkju.

Framfarafélagið