Svarfdæla saga í Ungó
Í kvöld, fimmtudag. 25. mars kl. 21:00, frumsýnir Leikfélag Dalvíkur "Svarfdæla sögu" eftir Hjörleif Hjartarson og Ingibjörgu Hjartardóttur. Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni en auk þeirra Karlakór Dalvíkur eins og hann leggur sig og flytur hann tónlist sem stjórnandinn Guðmundur Óli Gunnarsson hefur samið sérstaklega að þessu tilefni. Mikið hefur verið lagt í hönnun búninga, lýsingu, hljóð og leikmynd og er þar valinn maður í hverju rúmi enda er hér á ferðinni 60 ára afmælissýning LD og engu til sparað. Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir. Önnur sýning verður laugardaginn 27. mars kl. 17:00. Miðasala er í síma 868-9706
3. sýning mánudaginn 29. mars kl. 21
4. sýning föstudaginn 2. apríl kl. 21
5. sýning laugardaginn 3. apríl kl. 21
6. sýning miðvikudaginn 7. apríl kl. 21
7. sýning fimmtudaginn 8. apríl kl. 21
8. sýning laugardaginn 10. apríl kl.21
9. sýning mánudaginn 12. apríl kl. 21