Kæru íbúar Dalvíkurbyggðar
Laugardaginn 27. ágúst mun sundfélagið Rán og Sundlaug Dalvíkur taka þátt í Sunddeginum Mikla sem er um land allt. Dagskráin er frá kl 10:00 til 16:00 og er fyrir alla fjölskylduna. Endilega takið daginn frá og eigið skemmtilegan sunddag með okkur.
SUNDDAGURINN MIKLI DAGSKRÁ.
Kl:10:00 - 16:00 |
Synda 200m, 400m, og 1000m
Auðvitað mega allir synda eins og þeir vilja en veitt verða viðurkenningaskjöl fyrir þessa metra:
200 m - Brons viðurkenning
400 m - Silfur viðurkenning
1000 m- Gull viðurkenning |
2-3 brautir |
Kl: 10:30 - 11:00
|
Sýning á æfingasundi, drill, fótatök ofl. |
1 braut |
Kl: 11:00 - 12:00
|
Örsundmót: Allir 9 ára og yngri sem synda 1 ferð fá glaðning.
|
2 brautir |
Kl: 14:00 - 15:00 |
Garpasund, kynning á sundi fyrir 25 ára og eldri.
Skipulagður almenningshópur sem hittist og syndir svipað og skokkhópar gera.
|
|
Nánari upplýsingar gefur Elín í síma: 466-1679
Ath. frítt er í sund laugardaginn 27.ágúst
Innritun og upplýsingar um sundæfingar og skriðsundsnámskeið hjá Sundfélaginu Rán verður á staðnum.