Eftirfarandi upplýsingar bárust okkur með netpósti nú eftir hádegið frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra:
Spáin hefur að mestu gengið eftir og fer að ganga niður nú seinni partinn fyrst á Vestfjörðum og fer austur eftir. En áfram er spáð stormi undir Vatnajökli á suðaustur landi og verður appelsínugul viðvörun þar enn í gildi fram efir nóttu.
Færð í umdæminu er eftirfarandi: Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð á vegum. Hríðarveður víða. Lokað er Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegur um Almenninga er lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu. Ásamt Hófaskarði og Sandvíkurheiði. Þæfingsfærð er víða innanbæja.
Eitthvað hefur verið um úköll björgunarsveita og þá aðalega vegna fastra bíla en annars hefur þetta gengið nokkuð vel.
Hiti fer lækkandi á landinu öllu og er talað um 2 til 8 í frosti með ströndum og kaldara inn til landsins en annað kvöld gæti farið að hlýna eitthvað á suðuströndinni á laugardag. Áfram er tilefni til að fylgjast vel með færð og veðri hið minnsta fram að helgi.