Hamingjubekkur á Ingvildartorgi

Hamingjubekkurinn í allri sinni dýrð
Hamingjubekkurinn í allri sinni dýrð

Hamingjubekkur hef­ur verið tek­inn í gagnið á Ingvildartorginu okkar.  Bekkurinn er í okkar skærustu regnbogalitum og hefur þann hæfileika að þeir sem á hann líta brosa út í annað. Útlit bekkjarins er hugmynd starfsmanna Eigna- og framkvæmdadeildar og með þessari framkvæmd er hinsegin málefnum gert hátt undir höfði og stuðningur sýndur í verki við mannréttindi og margbreytileika mannlífsins. 

Bekkurinn sem var á staðnum, var færður innar á Ingvildartorg


Eins og glöggir muna var regn­boga­gata tekin í gagnið á Dal­vík í fyrra í til­efni þess að hinseg­in dag­ar í Reykja­vík voru heiðurs­gest­ir Fiski­dags­ins mikla. Þetta verkefni er því ánægjulegt framhald af því.