Í dag var formlega tekin í notkun ný deild við Krílakot en hún verður staðsett á annarri hæð í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Á þessari deild verða börn fædd árið 2000 og eru því á síðasta ári í leikskóla. Búið er að vinna að því hörðum höndum síðustu daga að koma deildinni á fót og í dag fluttu börnin og starfsmenn deildarinnar með pompi og prakt. Starfsmenn deildarinnar eru Þuríður Sigurðardóttir, deildarstjóri og Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir leiðbeinandi.
Fyrsta verkefnið sem beið barnanna þegar þau voru búin að koma sér fyrir var að finna nafn á nýju deildina og eftir miklar vangaveltur komust þau að þeirri niðurstöðu að nýja deildin þeirra ætti að heita Hólakot.
Árgangur 2000 orðinn saddur og sællegur og í þann mund að flytja á nýju deildina sína.
Gengið frá Krílakoti að Safnaðarheimilinu.
Jæja, þá erum við komin á nýju deildina og líst bara vel á.